Fátt er eins heillandi og þessi hljóðfæraskipan: Tvær fiðlur, víóla, selló! Á þessum fyrstu tónleikum leikur ,Spútnik’, kvartett í Es- dúr eftir ítalska tónlistarstjörnu síns tíma, Maddalena Sirmen (1745-1818) og kvartett Op. 54 No. 1 í G dúr eftir Jósef Haydn (1732 – 1809).
Tónlistarhjartanu ,okkar´ verður lyft í hæðir með vel völdum íslenskum lögum eftir tónskáldin Jón Nordal, Ingibjörgu Azimu, Ingunni Bjarnadóttur, Kjartan (úr Sigurrós) Sveinsson og Sigursvein D. Kristinsson. Margrét Hrafnsdóttir sópran og kvartettinn Spútnik ásamt Ármanni Helgasyni klarínettuleikara í Ólafsfjarðarkirkju á hádegi. Góða skemmtun!