Berjadagar 2022

Á þriðja tug listamanna komu fram á Berjadögum tónlistarhátíð 2022 í Ólafsfirði og kenndi þar ýmissa grasa í tónsköpun landans: Þjóðlög, sönglög, ópera, kammertónlist og samvera í náttúrunni. 

Berjadagar, hátíð sem á sér enga aðra líka þegar kemur að tengingu klassískrar tónlistar og náttúru. Þar sem Ólafsfjarðarmúli trónir ógnarstór mæta tónlistarmenn til að gleðja áheyrendur á sætasta tíma ársins þegar aðalbláberin búa sig í svartan lit og fyllast ,,dísætu’’. En fast situr Ólafsfjarðarmúli, hinn ægistóri hamar, og er tákn fyrir harðneskju íslenskrar náttúru; ekki langt frá hlíðum hans mótaðist einstakt mannlíf í Ólafsfirði og á Kleifum. Allt frá því land byggðist í mikilli einangrun eða þangað til göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar opnuðust og bæjarfélögin sameinuðust undir heitinu Fjallabyggð. Samhjálp og sjálfbærni einkenna samfélagið í Ólafsfirði með sterkri trú fólksins á almættið og náttúruna og því til vitnis er gullfalleg kirkja bæjarbúa í miðjum bænum þarsem gestir nutu ógleymanlegra tónleika með Chrissie Telmu Guðmundsdóttur og Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara en einnig í guðþjónustu þarsem Ágústa Bergrós Jakobsdóttir sellóleikari lék einleik. Fram komu:

Slava Poprugin

PÍANÓ

Margrét Hrafnsdóttir

sópran

Ármann Helgason

klarínett

Ólöf Sigursveinsdóttir

selló

Hjörleifur Hjartarson

söngur

Kristín Mjöll Jakobsdóttir

fagott

Einar Bjartur Egilsson

píanó

Haukur Gröndal

saxófónn og klarinett

Rodrigo Lopes

SLAGVERK

María Bjarney Leifsdóttir

íþróttafrömuður

Ásgeir Ásgeirsson

amboura, bousouki og saz

Sigrún Valgerður Gestsdóttir

söngur

Diljá Sigursveinsdóttir

fiðluleikari

Chrissie Telma Guðmundsdóttir

fiðluleikari

Ave Kara Sillaots

harmónikka

Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir

fiðluleikari

Júlía Traustadóttir

kynningarfulltrúi

Eiríkur Stephensen

bassi og söngur

Sigursveinn Magnússon

píanó

Ágústa Bergrós Jakobsdóttir

sellóleikari

Þorgrímur Jónsson

bassi

Guito Thomas

gítar og söngur

Guðmundur Pétursson

gítar

Vigdís Másdóttir

víóla

Gréta Rún Snorradóttir

selló