Tónlistarhátíð við hafið

Berjadagar

15.-16. ágúst 2025 Í Brimsölum og Ólafsfjarðarkirkju

Olafsfjord Musicfestival

Dagskrá 2025

Föstudagur 15. Ágúst kl. 11-11:30 Ólafsfjarðarkirkja - ,Bach í býtið'

Ólöf Sigursveinsdóttir barokkselló Að tónlistarflutningi loknum bíður norðlensk, heimabökuð ostakaka og kaffibolli númer tvö. Næstu tónleikar um kvöldið í Brimsölum.

Föstudagur 15. ágúst kl. 19:00 Brimsalir Námuvegur 8 - Hafgúa, marfólk og dísir

Flygill Jóns Þorsteinssonar (1951-2024) vígður í nýju rými.



Fjöldasöngur og gleði við völd! Byrjað með fyrra fallinu því Ída Semey býður uppá súpu fyrir gesti.

Tónskáld kvöldsins Gaspar Cassado, Edvard Grieg, Carl Nielsen, Árni Thorsteinsson o.fl. Þeir sem fram koma: Sellósveitin Sólstafir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir selló, Ásdís Arnardóttir, selló, Hrafn Heiðar Guðmundsson selló og Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Sigursveinn Magnússon píanó og Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran

Laugardagur 16. ágúst - Ganga

kl. 10:00 - Héðinsfjörður - Rauðskörð - Kleifar Ólafsfirði -

Gangan er fimm klukkutímar. Leiðsögn: María Bjarney Leifsdóttir S.  663296

https://netskraning.is/fjardarhlaupid/

Gönguferð Héðinsfjörður - Rauðskörð - Kleifar Ólafsfirði

Gönguferð undir leiðsögn Maríu Bjarney Leifsdóttur, tilvalin valkostur fyrir göngufólk sem vill njóta samhliða því að hvetja hlaupara í hinu landsþekkta Fjarðarhlaupi sem er einnig þessa helgi. Þeir sem hafa áhuga skrái sig á hlekknum eða hafi samband við Maríu Bjarneyju í síma 6632969

Laugardagur 16. ágúst 20:00 Ólafsfjarðarkirkja - Nonnakvöld

Elmar Gilbertsson syngur sig inní hjörtun og leikur sér með hin ýmsu viðfangsefni söngljóðsins.

Elmar er gestum hátíðarinnar að góðu kunnur því hann kom og söng Alfredo í La Traviata eftir Verdi í tónleikahúsi Ólafsfirðinga árið 2019. Þar söng hann á móti Sigrúnu Pálmadóttur sópransöngkonu! Kvöldið er helgað minningu Nonna eða Jóns Þosteinssonar og er ný hefð á Berjadögum. Elmar var nemandi Nonna og þekkir Ólafjsfjörð vel.

Elmar hefur verið söngvari við ríkisóperuna í Stuttgart í Þýskalandi síðustu árin. Það mætti með sanni segja að hann hafi komið, séð og sigrað þar á bæ og því eru allir hvattir til að leggja leið sína í kirkjuna til að hlíða á söng og leik þeirra Elmars og Einars Bjarts. Á þessum tónleikum hljómar einnig sellókonsert eftir Edvard Elgar sem er eitt af höfuðtónsmíðum tónlistarsögunnar fyrir selló og sinfóníuhljómsveit. Þeir sem fram koma: Elmar Gilbertsson tenór, Einar Bjartur Egilsson píanó, Ólöf Sigursveinsdóttir selló

Styrktaraðilar: