Listræn stjórnun

Portrett: Arnold Björnsson

Ólöf Sigursveinsdóttir

Listrænn stjórnandi frá 2013

Ólöf Sigursveinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1974 og er listrænn stjórnandi, skipuleggjandi Berjadaga og formaður Félags um tónlistarhátíð í Ólafsfirði. Hún starfar sem sellóleikari og við frumsköpun í tónlist. Henni er efst í huga að tónlist er friðar- og sameiningarafl og ekki síst er henni huglægt að tónlist er sjálfbær list sem endurnýjar sig sjálf og stendur fyrir sig sjálf hvar sem hún hljómar. Möguleikar í flutningi á henni er Ólöfu daglegt viðfangsefni. Velvilji íbúa í Ólafsfirði hefur verið Ólöfu stuðningur. Hann hefur veitt til að mynda Jón Þorsteinsson, Ásta Sigurfinnsdóttir, Anna María Guðlaugsdóttir, María Bjarney Leifsdóttir, Snjólaug Kristinsdóttir við framkvæmd og kynningu í Ólafsfirði. Ljósmyndir af hátíðinni sem birtast hér að ofan eru ýmist eftir ljósmyndarann Ólaf Kr. Ólafsson eða ólafsfirðinginn Guðnýju Ágústsdóttur. 

Tengsl Ólafar við Ólafsfjörð
Ólöf er úr tónlistar fjölskyldu sem tengir hana við staðinn. Sigursveinn D. Kristinsson tónlistarfrömuður (1911-1990) er ömmubróðir hennar og Ólöf Þorláksdóttir (Gríma) kona hans er frænka hennar þar sem þau hjón voru systkinabörn og heitir Ólöf í höfuðið á henni. Stofnandi Berjadaga, Örn Magnússon, er föðurbróðir Ólafar. Í æsku lék hún sér í Ólafsfirði og dvaldi við Ólafsveg 21 hjá ömmu sinni Ástu Sigríði Kristinsdóttur (1913-2011) og hjá föðursystur, Helgu Magnúsdóttur, við Ægisgötu 3l. Faðir Ólafar er Sigursveinn Magnússon fyrrum skólastjóri Tónskóla Sigursveins og móðir hennar er Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona og tónlistarkennari. Systir Ólafar er fiðluleikarinn og tónlistarkennarinn Diljá Sigursveinsdóttir.

Agnes Eyja Gunnarsdóttir

Kynningarfulltrúi

Agnes Eyja stundaði nám í fiðluleik við Listaháskóla Íslands hjá Auði Hafsteinsdóttur. Leið hennar lá síðan til Rotterdam í mastersnám við Codarts University of the Arts. Kennarar hennar voru Leticia Sciarone and Natasja Morosova og útskrifaðist hún þaðan vorið 2022. 

Áhugi Agnesar á barokktónlist hefur vaxið mikið síðastliðin ár og ákvað hún að vinna að mastersverkefni í Hollandi sem snerist alfarið um flutning á fiðlusónötum eftir Heinrich Ignaz Franz Biber á upprunaleg hljóðfæri. Hún naut leiðsagnar frá fiðluleikurum á borð við Franc Polman, Ryo Terakado, Goran Gribajcevic og Elfu Rún Kristinsdóttur.

Agnes leikur nú með Íslenskum strengjum, Elju kammersveit, Barokkbandinu Brák og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún hefur áður komið fram með Sweelinck Baroque Orchestra, Caput Ensemble og Reykjavík Barokk og fleirum.