Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Annar hátíðardagur (Föstudagur)

ágúst 4, 2023 @ 13:00 - 18:00

Annar hátíðardagur Berjadaga 2023 býður upp á listasýningu, tónleika og persónulegt spjall við tónlistarfólk.

AÐGANGUR ÓKEYPIS!

kl. 13:00-17:00 Myndlistarsýning: „Alklæddur kofi og könnur“
kl. 13:15-13:45: Sólveig Thoroddsen, sólóharpa og söngur
kl. 17:00-18:00: Tónlistin í lífi mínu – Helga Þórarinsdóttir og Gunnar Kvaran

//

Myndlistarsýning og tónleikar:
„ALKLÆDDUR KOFI OG KÖNNUR“ + SÓLVEIG THORODDSEN

Helga Pálína Brynjólfsdóttir textíllistakona
Margrét Jónsdóttir leirlistakona

HVENÆR: kl. 13:00-17:00
HVAR: Litla-Sveit í landi Þóroddsstaða*
Tónleikar kl. 13:15-13:45: Stuttu eftir að sýningin opnar heldur Sólveig Thoroddsen tónleika þar sem hún leikur á barokkhörpu og syngur.

ATH: Sýningin er einnig opin sunnudaginn 6. ágúst frá kl. 13-17 og þá verða einnig stuttir tónleikar kl. 13:15 þar sem Guito Thomas (gítar og söngur) og Rodrigo Lopes (slagverk) koma fram.

UM SÝNINGUNA:

Myndlistarsýningin Alklæddur kofi og könnur er hluti Berjadaga 2023 og vísa könnurnar í nafni sýningarinnar til þjóðsögunnar um Sýrstein, sem stendur við veginn neðan Litlu-Sveitar. Þar segir frá ferðamanni sem sofnaði við steininn, þreyttur og þyrstur mjög. Þegar hann vaknaði stóð hjá honum drykkjarkanna full með ákjósanlegasta sýrudrykk, sem ferðamaðurinn gerði sér gott af,
þó honum væri fullkomlega hulið hvaðan slíkur óskadrykkur gæti kominn verið. Nafnið fékk steinninn af þessu atviki.

LEIÐARVÍSIR:
Litla-Sveit er sumarbústaður, byggður 1935 og endurgerður 1987-2001. Eigendur eru listakonurnar og frænkurnar Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Margrét Jónsdóttir, sem bjóða til sýningar á Berjadögum 2023, dagana 4. og 6. ágúst frá kl 13:00 til 17:00.

Píramídaþök kofans stingast eins og nornahattar upp úr umhverfinu þegar ekið er eftir vegi 802 milli Auðna og Þóroddsstaða, vestan megin í Ólafsfirði. Litla-Sveit er 5 km frá Ólafsfjarðarbæ, eystri byggðakjarna Fjallabyggðar, milli Auðna og Þóroddsstaða. Kvíabekkjarkirkja er nokkru sunnar sömu megin.
__ __ __

SÓLVEIG THORODDSEN 

Sólveig Thoroddsen flytur lög af plötu sinni Snotrur (2019), en þar fléttast tónar barokkhörpunnar saman við söng Sólveigar. Á tónleikunum hljóma þjóðlög víðs vegar að úr heiminum í bland við tangóa frá 4. og 5. áratug síðustu aldar.

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

//

Tónlistarspjall:
TÓNLISTIN Í LÍFI MÍNU – Hvað er hún?

HVENÆR: kl. 17:00-18:00
HVAR: Safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju

Tónlistarmennirnir Gunnar Kvaran og Helga Þórarinsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa tileinkað líf sitt tónlist. Þau eru bæði afkastamiklir tónlistarkennarar og hafa miðlað mörgu áfram sem nemendur nýta sér í starfi sínu sem tónlistarmenn. En það er varla til sá sellóleikari á Íslandi sem ekki hefur verið nemandi Gunnars! Helga starfar við hljómsveitarstjórn og kammermúsík í Tónskóla Sigursveins en hún varð fyrir sviplegu áfalli árið 2015 sem markar líf hennar fram á þennan dag og tónlistina… Gunnar og Helga spjalla við gesti í sitthvoru lagi um hvað tónlist er þeim. Einnig kynnir Gunnar bók sína, Tjáning, en hún fjallar um músík, tónskáldin og tilveruna.

Kaffi á könnunni og allir velkomnir!

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

Details

Date:
ágúst 4, 2023
Time:
13:00 - 18:00
Event Categories:
, ,

Venue

Litla-Sveit í landi Þóroddsstaða
Litla-Sveit í landi Þóroddsstaða
Ólafsfjörður, Iceland