Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Tveir flyglar í Tjarnarborg Flytjendur

júní 16 @ 20:00 - 21:00

Flytjendur:

Hrólfur Sæmundsson

Flygladúóið Sóley

Ólöf Sigursveinsdóttir selló

 

Leikið verður á tvo flygla í Menningarhúsinu Tjarnarborg! Verið er að skipuleggja flutning á konsertflygli sem kemur til með að veita sérlegan kraft inní þriðja og síðasta tónleikakvöldið á Berjadögum 2024. Orkan fyllir húsið með þjóðlegum tónsmíðum á borð við sönglög eftir Jón Leifs og nýjar íslenskar tónsmíðar eftir ung íslensk tónskáld fyrir tvö píanó. Píanóleikararnir Laufey og Sólborg leika einnig með Hrólfi þegar dramatísk tónlist Giuseppe Verdi (1813-1901) flæðir um húsið við libretto/texta Francesco Maria Piave (1810-1876). Hrólfur kemur frá Þýskalandi til að tónleikagestir fái þrjár senur úr óperu Verdis, Macbeth, beint í æð! Andi Joseph Haydn svífur yfir þegar sellókonsert hans í D-dúr verður fluttur með fuglahljóðum, selló og tveimur flyglum!

Ath. Kl. 21:30 stíga KK & Ellen á svið

Details

Date:
júní 16
Time:
20:00 - 21:00
Event Category:

Venue

Tjarnarborg
Aðalgötu 13, Ólafsfirði.
Ólafsfjörður, Iceland
+ Google Map