– spurningar og svör um íslenska þjóðbúninginn
Fram kemur Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur
Margrét er að leggja lokahönd á ritun bókar um búninginn og sögu hans, Þjóðbúningur verður til, sem kemur út í haust. Sérstaklega verður sagt frá helsta einkennistákni íslenska hátíðarbúningsins, faldinum, hvítri strýtu sem prýddi höfuð íslenskra kvenna um aldalangt skeið. Hver vegna þótti faldurinn eins merkilegur og raun ber vitni? Einnig verður sagt frá skotthúfunni og tilurð hennar. Þá verður spjallað um þær breytingar sem urðu á þjóðbúningnum á 19. öld þegar skautbúningur Sigurðar málara var kynntur til sögunnar. Gamlar teikningar og málverk verða skoðuð samhliða spjallinu.