Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hvað ertu tónlist? ,,Nonnakvöld’’ til heiðurs Jóni Þorsteinssyni

júní 14 @ 20:00 - 21:00

Flytjendur:

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran

Sólveig Thoroddsen söngur, barokk- og gotnesk harpa

Bára Grímsdóttir kvæðakona

Ólöf Sigursveinsdóttir barokkselló

Sergio Coto Blanco endurreisnarlútur

 

,,Nonnakvöld’’ er upphafskvöld þessarar glæsilegu tónlistarhátíðar á Norðurlandi-eystri og verður Jóns Þorsteinssonar stórsöngvara og söngkennara minnst fyrir að vera síungur og kraftmikill stuðningsmaður Berjadaga. Hann styrkti hátíðina með umtalsverðum hætti síðustu árin með kunnáttu sinni, víðsýni og markverðri aðstoð! Hann lést 3. maí sl. og var ólafsfirðingur í húð og hár einsog maður getur sagt enda vildi hann hvergi annarsstaðar vera. Með því að nefna upphafskvöld Berjadaga framvegis ,,Nonnakvöld“ vill listrænn stjórnandi þakka fyrir sig og um leið heiðra minningu hans. Vonandi verða þau mörg ,,Nonnakvöldið“ í framtíðinni því Nonni var síungur einsog tónlistin!

Hans verður einnig minnst með frumflutningi á Vögguvísu eftir Báru Grímsdóttur fyrir píanó, baritón og selló á tónleikum 15. júní.

Íslenskar rímur, ólíkar raddir, sönglög með hörpuslætti og forn lútuleikur lýsa þessu ,,fyrsta Nonnakvöldi’’.

Bára Grímsdóttur tónar inn í kirkjurýmið sem ein stök rödd og syngur rammíslenskt. Því næst hljóma strengjahljóðfæri einsog lútur í endurreisnarstíl, gotnesk harpa og sönglög frá endurreisnartímabili tónlistarsögunnar í flutningi hjónanna Sólveigar og Sergio sem sérhæfa sig í endurreisnar-og barokktónlist. Þetta júníkvöld syngur Sigríður Ósk Kristjánsdóttir tvær einstakar barokkaríur við hörpuslátt og lög í gömlum stíl.. Kvöldið er því tileinkað þeim tíma þegar tæknin var víðs fjarri og kertaljós lýstu á nótnapappír tónskálda um hinn evrópska heim þar sem hljóðfæratónlist þróaðist lengi vel innan konungshirða og hjá erkibiskupum. Tónlistin var þá einsog nú sköpun andans, huggun, upplyfting og ekki síst hljómafræði sem ,bar í sér’ lífsins gang og tilgang. Mörg tónskáld þessa upphafstíma tónlistarsögunnar dóu þó í sárri fátækt og skorti. En fengu fróun ævilangt af því að skrifa hverja tónsmíðina á fætur annarri og það í bunkum og oft svo hundruðum skipti.  Hér á Íslandi var sungið á tímum vosbúðar, eldgosa og þrenginga; innan um torfveggi og í afskekktum kirkjum því söngur var lífsnauðsyn þeim sem vildi lyfta andanum. Góða skemmtun og verið velkomin og ,okkar fyrsta Nonnakvöld’!

Details

Date:
júní 14
Time:
20:00 - 21:00
Event Category:

Organizer

Berjadagar

Venue

Ólafsfjarðarkirkja
Ólafsfjarðarkirkja, 39F2+9M5, Strandgata, Ólafsfjörður, Iceland
Ólafsfjörður, Iceland
+ Google Map