Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Færeyjar og Ísland dansa tangó

júní 15 @ 20:00 - 21:30

Flytjendur:

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó sópran

Jóhannes Andreasen píanó

Hrólfur Sæmundsson baritón

Ármann Helgason klarinett

Ólöf Sigursveinsdóttir selló

 

Á þessum tónleikum verður sérstakur gestur, píanóleikarinn Jóhannes Andreasen  frá Færeyjum. Hann er atkvæðamikill í færeysku tónlistarlífi og spilar einnig á alþjóðlegu tónleikasviði um árabil. Ármann Helgason er gestum Berjadaga kunnur og þeim sem fylgjast með íslensku tónlistarlífi. Á þessum tónleikum leiða saman hesta sína þau Jóhannes, Ármann og Ólöf í Beethoven klarinettutríói op. 11. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir  og Ármann flytja sönglag Sigursveins D. Kristinssonar fyrir söng og klarinett og Sigríður syngur einsöng við undirleik Jóhannesar í íslenskum lögum eftir Sigvalda Kaldalóns og Emil Thoroddsen. Óperusöngvarar kvöldsins, Hrólfur og Sigríður syngja perlur úr óperuheiminum og tónleikarnir enda á stórkostlegri tónsmíð Astor Piazzolla, Le Grand tango fyrir selló og píanó! Góða skemmtun og verið velkomin. 

 

Hrólfur Sæmundsson, Ólöf og Jóhannes munu að auki frumflytja Vögguvísu við ljóð Jakobs Jóh. Smára eftir tónskáldið Báru Grímsdóttur til heiðurs Jóni Þorsteinssyni stórsöngvara og söngkennara sem lést 4. maí sl.

Details

Date:
júní 15
Time:
20:00 - 21:30
Event Category:

Organizer

Berjadagar

Venue

Tjarnarborg
Aðalgötu 13, Ólafsfirði.
Ólafsfjörður, Iceland
+ Google Map