Jaakko Kuusisto fiðluleikari látinn 48 ára gamall

MYND FRÁ: KALEVA / HÖFUNDUR: ANNE HELEN

Fiðluleikarinn, hljómsveitarstjórinn, tónskáldið Jaakko Kuusisto lést úr heilaæxli í lok febrúar. Hann var fæddur 1974 og því einungis 48 ára þegar hann lést. https://www.jaakkokuusisto.fi/ Hann var eldri bróðir Pekka Kuusisto sem m.a. kom hingað á covidtímum og lék fiðlukonsert Daníels Bjarnasonar (frumflutning á Íslandi) og aukalag sem var finnskur vals fyrir sóló fiðlurödd. Hér í fréttinni eru þeir bræður m.a. í sjónvarpsútsendingu. Það er myndband af sérlega ungum bræðrum leikandi saman á fiðlurnar sínar í sjónvarpssal. Þeir eru bara tveir hnokkar en sjálfstraust og ábyrgð skín úr augum þess eldri sem er Jaakko og eilítill vanmáttur úr augum þess yngri.

Samhæfing og snilli í músik einkenndi beggja þeirra líf. En nú hefur sá eldri hvatt 48 ára og áfram heldur sá yngri, Pekka. Hann leikur sérlega fallega finnska þjóðlagatónlist á youtube og lagði rækt við að deila því í covid. Það er töfrum líkast að hlýða á.