Um hátíðina
Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði* í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og dísætt bragðið. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Berjadagar voru stofnaðir með einkunnarorðin ,,Náttúra og listsköpun” í huga af Erni Magnússyni píanóleikara. Listrænn stjórnandi frá 2013 er bróðurdóttir hans Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.
*Ólafsfjörður liggur 60 km norður af Akureyri og þar er hinn frægi Ólafsfjarðarmúli. Keyrsla milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er ca. 20 mínútur og keyrsla milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er ca 15 mínútur.
ENGLISH
Berjadagar Music Festival Ólafsfjörður takes place for three to four days period in Ólafsfjörður, Iceland*, every year. The artistic director and cellist represents concerts, of some considered a musical sensation, in one of the most interesting Fjord of her country. There she gathers together top artists in the classical- and djazzmusic field to perform for the local audience and guests of Ólafsfjörður. On the side guests can enjoy smaller events like an exhibition, hiking in some of the 14 different valleys, a wonderful brunch in the local Kaffi Klara and last but not least grand evening concerts. The Concerts take place in Cultural Hall Tjarnarborg and the local church where some moments in the past turned golden in its wondrous acoustics.
The supersweet black blueberries, “aðalbláber”, grow in the northern region in august where the festival usually takes place. These berries are the inspiration for the title of the festival that translates as the Blueberry Music Festival. Concertpianist Örn Magnússon founded the festival in year 1998. Berjadagar Musicfestival has been held under the motto of ,creativeness and Nature every year since. His niece, cellist Ólöf Sigursveinsdóttir, has served as artistic director of the festival since 2013. The variation of artists and music put together makes the festival worth visiting and Berjadagar has proved itself to be one of the most interesting cultural events in the cultural flora of the north east region.
*Ólafsfjörður lies within 60 km west north from Akureyri and there is the historical mountain cliff Ólafsfjarðarmúli