Tónlistarhúsin

Ólafsfjarðarkirkja

Ólafsfjarðarkirkja er í Ólafsfjarðarprestakalli – Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Núverandi prestur er Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir. Ólafsfjarðarkirkja var byggð og vígð árið 1915, og tók þá við af Kvíabekkjarkirkju fyrir íbúa „Hornsins“ einsog byggðin hefur stundum verið nefnd fyrr á öldum. Ólafsfjarðarkirkja er einstakt tónlistarhús og vekur oft undrun hvernig bogaloft hennar, gullstjörnum prýtt varpar yfirtónum á milli veggja.

Menningarhúsið Tjarnarborg

Menningarhúsið Tjarnarborg hýsir samkomuhús Fjallabyggðar. Þar fer fram starfsemi Tónlistarskóla á efri hæð. Tónleikasalurinn og samkomusalurinn í Tjarnarborg er einstakt hljómhús. Hann tekur um 200 manns í sæti. Þar fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi allt árið um kring. Hægt er að fá húsið leigt undir fundi, ráðstefnur, veisluhöld og hina ýmsu mannfagnaði. Facebook.

Umsjón með húsinu hefur Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir

Kaffi Klara/Gistihús Jóa

Lítið og heimilislegt gisti- og kaffihús í hjarta bæjarins með aðstöðu til sýninga fyrir myndlist.  Þar eru stundum tónleikar á Berjadögum. Ída Semey var eigandi eða til ársins 2024 og bauð gestum Berjadaga í ógleymanlegan brunch með bláberjaívafi.

Strandgata 2
625 Ólafsfjörður
Ísland

Pálshús

Pálshús, eitt elsta hús Ólafsfjarðar, er í dag safn og menningar- og fræðslusetur staðsett við Strandgötu 4 í Ólafsfirði. Það hýsir listsýningar og stórmerkileg Byggðasafn Ólafsfirðinga. Elsti hluti hússins var reistur 1892 og því geymir húsið mikla sögu. Pálshús dregur nafn sitt af Páli Bergssyni, sem í byrjun nítjándu aldar kláraði, ásamt konu sinni Svanhildi Jörundsdóttur, að reisa húsið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Páll var einn aðalhvatamaðurinn að útgerðarmálum í Ólafsfirði.

Kvíabekkjarkirkja

Kvíabekkur er landnámsjörð ,Ólafs bekks’ er nam Ólafsfjörð og er talið að bændakirkja hafi risið þar fljótlega eftir kristnitöku. Prestaspítali var þar laust fyrir árið 1330. Á Kvíabekk hafa verið viðburðir á Berjadögum allt frá 1998. Nú hafa framtakssamir Ólafsfirðingar tekið sig til og hafið endurbyggingu og var fyrstu viðburðurinn á Kvíabekk á Berjadögum sumarið 2023 eftir nokkuð langt hlé.

,Kirkjan í núverandi mynd var byggð 1892. Árið 1889 var reist þar vegleg kirkja en hún fauk af grunni í illviðri 1892.’