Listræn stjórnun

Portrett: Arnold Björnsson

Ólöf Sigursveinsdóttir

Listrænn stjórnandi frá 2013

(See english below)

//

Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari er listrænn stjórnandi, skipuleggjandi og formaður Félags um tónlistarhátíð í Ólafsfirði. Hún starfar sem sellóleikari og við frumsköpun í tónlistarheiminum á Íslandi. Henni er efst í huga að tónlist er friðar- og sameiningarafl og ekki síst er henni huglægt að tónlist er sjálfbær list sem endurnýjar sig sjálf; stendur fyrir sig sjálf hvar sem hún hljómar. Möguleikar í tónlistarflutningi og miðlun tónlistar er henni daglegt viðfangsefni. Velvilji íbúa og fyrirtækja í Ólafsfirði hefur verið markverður stuðningur. En Ólöf tók við hátíðinni árið 2013. Hér má nefna Jón Þorsteinsson, Ástu Sigurfinnsdóttur, Önnu Maríu Guðlaugsdóttur , Maríu Bjarney Leifsdóttur og Snjólaugu Kristinsdóttir og hafa þessir aðilar sýnt stuðning sinn í verki við framkvæmd og kynningu í Ólafsfirði. Ljósmyndir af hátíðinni eru teknar af  Ólaf Kr. Ólafsson, Guðnýju Ágústsdóttur og Arnold Björnssyni.

Tengsl Ólafar við Ólafsfjörð
Ólöf er úr tónlistarfjölskyldu sem tengir hana við staðinn. Sigursveinn D. Kristinsson uppeldisfrömuður í tónlist (1911-1990) er fæddur í Ólafsfirði og er ömmubróðir hennar. Eiginkona Sigursveins er nafna hennar og frænka, Ólöf Grímea Þorláksdóttir (Gríma). Þau hjón voru systkinabörn. Föðurbróðir Ólafar Sigursveinsdóttur, Örn Magnússon  núverandi organisti í Breiðholtskirkju, stofnaði Berjadaga árið 1998. Að hluta spratt hugmyndin af Berjadögum eftir svokölluð Garðshornskvöld þarsem ,fjölskyldan úr Garðshorni’ flutti ýmiskonar menningarefni í Tjarnarborg af ýmsu tilefni. Þar kom einnig fram föðurbróðir Ólafar, Magnús Magnússon stofnandi Tónskólans á Egilsstöðum.  Í æsku dvaldi Ólöf við Ólafsveg hjá ömmu sinni ,Siggu í Garðshorni’ (Ásta Sigríður Kristinsdóttir 1913-2011). Einnig lék hún sér hjá föðursystur sinni, Helgu Magnúsdóttur, við Ægisgötu 3. Helga lést árið 2000. Faðir Ólafar er Sigursveinn Magnússon fyrrum skólastjóri Tónskóla Sigursveins. Móðir hennar er Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona. Systir Ólafar er fiðluleikarinn og tónlistarkennarinn Diljá Sigursveinsdóttir. Fyrir utan að vera viðburðarhaldari er Ólöf starfandi sellóleikari og kennari í tónlist.

Listrænir stjórnendur Berjadaga hafa verið frá upphafi:

1998-2011 Örn Magnússon

2011-2013 Diljá Sigursveinsdóttir og Sigursveinn Magnússon

2013- Ólöf Sigursveinsdóttir

//

Cellist Ólöf Sigursveinsdóttir is an artistic director, organizer and chairman of the Association Berjadagar Music Festival. She works as a cellist and original creator in the cultural music scene in Reykjavík, Iceland, aswell as organizing the annual festivities of Berjadagar Music Festival. For her it is  most important that music is a force of peace and unification, and not least of all, it is subjective to her, that music is a sustainable art that renews itself; stands for itself wherever it sounds. Possibilities in music performance and sharing of music is therefor a daily subject to her. The goodwill and great interest of residents and businesses situated in Ólafsfjörður and Reykjavík has been significant support for Berjadagar. F.ex. Jón Þorsteinsson (1951-2024), Ásta Sigurfinnsdóttir, Anna María Guðlaugsdóttir, María Bjarney Leifsdóttir and Snjólaug Kristinsdóttir. Photographers Ólafur Kr. Ólafsson, Sigursveinn Magnússon, Gudný Ágústsdóttir and Arnold Björnsson. Graphic designer of the Festival is Karel Tjörvi Ránarson Reina.

Karel Tjörvi Ránarson Reina

Grafískur hönnuður og aðstoð við kynningar

Grafískur hönnuður Berjadaga er Karel Tjörvi Ránarsson Reina. Hann hefur skapað  útlit Berjadaga frá árinu 2022. Árið 2013 kom Anna Fríða Giudice til liðs við hátíðina og skapaði litríkt útlit hennar allt til ársins 2021.

Vefsíðan var hönnuð Basic Vefmiðlum ehf. árið 2022