Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Þjóðlög, þjóðlög, þjóðlög og ákall um frið – Þjóðlagasveit Hauks Gröndal

júlí 29, 2022 @ 20:00

Haukur Gröndal klarínett og saxófónn, Ásgeir Ásgeirsson, tamboura, bousouki og saz, Þorgrímur Jónsson, bassi, Magnús Trygvason Elíassen, trommur og slagverk.

Félagarnir í Narodna Muzika leika framandi rytma og hljóma í bland við þjóðlegan tónlistararf Íslendinga. Haukur Gröndal klarínettu- og saxófónleikari hefur starfað manna fremstur hérlendis í fjölþjóðlegum kima tónlistar: Haukur hefur sökkt sér í þjóðlög austursins og balkanskagans og er framarlega á tónleikasviðum ólíkra tónlistarhátíða víða um heim. Hann er iðinn við frumsköpun í tónlist með vinum eins og Ásgeiri Ásgeirssyni sem einnig sérhæfir sig í fjölþjóðlegum tónlistarheimi líkt og þeir allir sem koma fram í Tjarnarborg þetta upphafskvöld. Haukur hefur hlotið íslensk tónlistarverðlaun fyrir tónlistarflutning sinn og frumsamin verk sín og Ásgeir Ásgeirsson var nú síðast á sviði Listahátíðar í Reykjavík með íslensk-íranska sveiflu sem hann nefndi, Persian Path.

Húsið opnar kl. 19. Bar og hátíðarstemning að vanda. Góða skemmtun!

Miðar á tix.is

Frítt fyrir 18 ára og yngri

Details

Date:
júlí 29, 2022
Time:
20:00
Event Category:
Website:
https://tix.is/is/event/13581/berjadagar-tonlistarhati-/

Venue

Tjarnarborg
Aðalgötu 13, Ólafsfirði.
Ólafsfjörður, Iceland
+ Google Map