Hægt verður að prófa fiðlur og boga að loknum þessum tónleikum sem höfða til jafnt ungra sem aldna. Chrissie Guðmundsdóttir er einleikari og frumkvöðull í tónlist og skipuleggur sumarnámskeiðið ,,Fiðlufjör’’ á Hvolsvelli þar sem tugir fiðlukrakka mæta ásamt foreldrum til að hafa gaman í nokkra daga undir handleiðslu frábærra fiðluleikara. Hún mætir í Ólasfjörð ásamt Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara og saman flytja þau litríka dagskrá í kirkjunni og hitta unga áheyrendur að loknum tónleikunum. Þau leika alvöru ,,stöff” eftir tónhöfunda einsog Piazolla, Einar Bjart, Amy Beach og Vivaldi.
Frítt fyrir 18 ára og yngri